spot_img
HomeFréttirLátunum í Loga er ekki að linna

Látunum í Loga er ekki að linna

12:59 

{mosimage}

 

 

(Logi á ferðinni gegn Finnum)

 

Logi Gunnarsson heldur uppteknum hætti með liði sínu ToPo. Í gærkvöldi heimsóttu þeir

Porvoon Tarmo og sigruðu 83-90 í leik þar sem Logi skoraði 16 stig, hitti úr 5 af 6

tveggja stiga skotum sínum og 2 af 7 þriggja stiga skotum.

 

ToPo deila nú efsta sætinu með Joensuun Katja með 4 sigra í 5 leikjum. Logi lék í 28 mínútur í leiknum í gær og var næst stigahæstur í liði ToPo með 16 stig en Todd Okeson skoraði 19 stig fyrir Topo.

 

Tölfræði leiksins

 

Fréttir
- Auglýsing -