Dr. Laszlo Nemeth fékk dynjandi lófatak fyrir þriðju viðureign KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í dag þegar hann ásamt Íslandsmeistaraliði KR árið 1990 var hylltur frammi fyrir fjölmenni í DHL-Höllinni.
Meistararnir frá árinu 1990 voru kallaðir fram á gólf fyrir leikinn og tóku stuðninsmenn bæði KR og Snæfells þeim fagnandi.
Ljósmynd/ [email protected] – Nemeth sæll og sáttur í DHL-Höllinni.



