spot_img
HomeFréttirLaskað Keflavíkurlið í kvöld gegn Grindavík

Laskað Keflavíkurlið í kvöld gegn Grindavík

 Í kvöld mætast í Dominosdeild kvenna lið Grindavíkur og Keflavíkur í Röst þeirra Grindvíkinga.  Grindavík hefur verið á mikilli siglingu undanfarið ef frá sé talin tapleikur í síðustu umferð gegn Snæfell. Keflavík hafa einnig verið á góðu skriði en lið þeirra sem mætir í kvöld verðu ansi laskað.  Carmen Tyson Thomas þeirra besti maður í vetur er líkt og áður hefur komið fram rifbeinsbrotin og samkvæmt læknisráði spilar hún ekki næstu vikurnar. Ingunn Embla Kristínardóttir tekur út sinn annan leik í banni , Birna Valgarðsdóttir heima fyrir veik og spilar því ekki í kvöld. Og svo er Lovísa Falsdóttir meidd á kálfa og spilar ekki.
 
Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður í kvöld þegar þessi lið mætast sem mætti kalla forréttur fyrir bikarúrslitaleikinn.  Leikurinn hefst kl 19:15
 
Mynd/DavíðEldur: Lovísa Falsdóttir er meidd á kálfa og verður ekki með í kvöld gegn Grindavík
Fréttir
- Auglýsing -