spot_img
HomeFréttirLárus: Reyni að hugsa sem minnst um leikinn

Lárus: Reyni að hugsa sem minnst um leikinn

11:30 

{mosimage}

Bakvörðurinn Lárus Jónsson lék í 14 mínútur og gerði 4 stig í Laugardalshöll þegar ÍR og Hamar mættust þar árið 2001. ÍR fór með sigur af hólmi í leiknum en á morgun mun Lárus gegna öðru hlutverki en hann gerði árið 2001. Lárus er leikstjórnandi H/S og því mun mikið mæða á honum gegn snörpu liði ÍR. Í Höllinni 2001 var Lárus ekki byrjunarliðsmaður en fer í leikinn á morgun sem einn af burðarásum Hamars/Selfoss. 

,,Mér líst vel á þetta, ég er klár í slaginn sem og restin af liðinu. Ég reyni að hugsa sem minnst um leikinn og er bara nett kærulaus. Það er ekki gott að koma með of hátt spennustig í svona leik. Ég reyni bara að líta á leikinn á morgun sem hvern annan leik,” sagði Lárus.  

Lið Hamars/Selfoss er samansafn leikmanna af Suðurlandi og af því tilefni vildi Lárus koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri: ,,Við hvetjum allaf af Suðurlandi til þess að mæta í Höllina og styðja rækilega við bakið á okkur,” sagði Lárus. 

Mynd: Lárus og Ari Gunnarsson á blaðamannafundi Lýsingar og KKÍ á miðvikudag.

Fréttir
- Auglýsing -