spot_img
HomeFréttirLárus Jónsson yfirgefur Hamar

Lárus Jónsson yfirgefur Hamar

15:06

{mosimage}

Lið Hamars í Hveragerði verður fyrir mikilli blóðtöku næsta vetur því leikstjórnandi þeirra, Lárus Jónsson, hefur ákveðið að flytja til Danmerkur þar sem hann hyggst stunda nám. Þá stefnir Lárus að því að leika körfuknattleik í Danmörku.

Lárus gekk til liðs við Hamar sumarið 1998 og fór með þeim upp úr 1. deild og lék með þeim til 2004 þegar hann skipti til KR þar sem hann lék í eitt ár, árið eftir lék hann fyrir Fjölni en hélt svo aftur á heimaslóðir. Hann hefur leikið 187 leiki í úrvalsdeild auk þess sem hann hefur leikið 8 A landsleiki.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -