spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaLárus Jónsson sagði sitt lið hafa reynt allt en það gekk bara...

Lárus Jónsson sagði sitt lið hafa reynt allt en það gekk bara ekkert upp “Ef þetta er línan þá getum við alveg spilað á henni”

Stjarnan lagði í kvöld Þór í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna.

Með sigrinum náði Stjarnan að jafna einvígið 2-2 og mun því koma til oddaleiks komandi laugardag 12. júní til þess að skera úr um hvort liðið fer í úrslitaeinvígið gegn Keflavík.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við þjálfara Þórs, Lárus Jónsson, eftir leik í MGH:

Þetta eru auðvitað vonbrigði…þú talaðir um það eftir síðasta leik að þið settuð pressu á ykkur sjálfa að klára þetta hérna…þið vissuð það eins vel og aðrir að Stjarnan myndu mæta brjálaðir í leikinn og grjótharðir og þið brotnuðuð fyrir rest…í lok þriðja…

Ég myndi segja að þeir hafi náð svona fyrsta högginu í leiknum, við spiluðum góð vörn megnið úr leiknum og við vorum eiginlega á pari og á áætlun í hálfleik. svo slokknaði bara á sókninni okkar í seinni hálfleik, boltinn flaut lítið og þegar við fengum loks opin færi þá datt það ekki niður. Þá hertist aðeins á ólinni sem Stjarnan var með okkur í, það er einhvern veginn svoleiðis sem þetta gerist.

Þeir hægja á leiknum, spila rosalega harða vörn og ná einhvern veginn að taka taktinn úr sókninni hjá ykkur…

Já…í rauninni bara allan leikinn…það var lélegt boltaflæði hjá okkur. Svo á smá parti í leiknum fannst mér menn vera farnir að hika í staðinn fyrir að láta vaða, það er ekki okkar leikstíll.

Það endaði kannski svolítið með því þegar þið voruð 4/20-og eitthvað í þristum og þá einmitt byrja menn að hika við að taka enn eitt þriggja stiga skotið…

Já, en við tókum ekki neitt svakalega mörg þriggja stiga skot. En við vorum ekki að fá mikla dýpt í sóknina okkar, við vorum ekki að skora mikið á póstinum, við vorum að fá lítið út úr rúlli og lítið út úr köttum. Við vorum aðeins of einhæfir og boltinn stoppaði of mikið í höndunum á bakvörðunum okkar, hann var ekki að fljóta nógu vel.

Akkúrat. Þið skorið helmingi minna en í síðasta leik! Þetta er svolítið athyglisvert, svona geta leikirnir verið misjafnir!

Jájá, vorum við ekki með 59 í hálfleik í síðasta leik? Þetta er úrslitakeppnin, það er oft töluverð sveifla í þessu, mér fannst eiginlega alveg sama hvað við vorum að reyna í þessum leik, það virkaði ekki, sniðskotin fóru bara ofan í og uppúr…

…en verðum við ekki að gefa Stjörnuvörninni mikið credit?

Jújú, þeir voru bara betri en við í þessum leik, þeir vora bara meira physical en við og ef þetta er línan þá getum við alveg spilað á henni.

Jájá. Nú veit ég að þjálfarar eru almennt í bullandi núvitund og vilja ekki horfa mikið inn í framtíðina..en er það ekki akkúrat svona sem má búast við að leikir gegn Keflavík verði?

Ég er bara ekki kominn svona langt!

Neitaru að svara spurningunni?

Bara akkúrat núna erum við að fara að keppa næsta leik við Stjörnuna sko…

Jájá…

Við erum að fara á heimavöll og bara leikur sem við ætlum að vinna.

Ég biðst afsökunar á því að reyna að rjúfa núvitund þína! En ég verð að spyrja þig að því hvað þið þurfið að gera til að vinna oddaleikinn…þurfið þið ekki augljóslega að reyna að ná meira flæði og hraða í leikinn í oddaleiknum, ná meira tempói og þá kannski koma skotin í meiri takti og þá fara þau kannski frekar ofaní, það var agaleg hittni í kvöld…?

Sko, ég held líka að það sem gerðist kannski í leiknum var að Stjarnan náði svolítið mikið af sóknarfráköstum, þeir voru með 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að við náðum ekki upp hraðanum. Þeir fengu alltaf annan séns í stað þess að við fengum boltann og gætum sótt hratt á þá. Það náði kannski að hægja að leiknum, en Stjarnan spilar alveg hraðan körfubolta sko…

Jájá en á móti ykkur vilja þeir kannski frekar aðeins hægja á honum…?

Já, þeir reyndu að fara meira inn í…

…augljóslega…

…sem var að virka fínt fyrir þá, mér fannst við dekka þá ágætlega en náðum ekki alveg að klára það…

Nei…þeir höfðu einhvern veginn betur í djöfulganginum og baráttunni?

Já, í rauninni má segja að það hafi verið þannig.

Sagði Lárus en það er fátt skemmtilegra en að ræða um körfu við þennan snilling. Það verður spennandi að sjá hvernig hann leggur línurnar fyrir sína menn í oddaleik á laugardag.

Fréttir
- Auglýsing -