Larry Bird hefur sagt upp störfum sem forseti Indiana Pacers eftir að hafa verið hjá félaginu frá 1997. Það var hinn ótrúlegi blaðamaður Adrian Wojnarowski sem sagði frá þessu fyrst. Wojnarowski segir Kevin Pritchard framkvæmdarstjóra liðsins taka við af honum en Bird verður enn áfram sem ráðgjafi.
Larry Bird kom fyrst til Indiana árið 1997 er hann tók við þjálfun liðsins. Hann gengdi þeirri stöðu til ársins 2000. Árið 2003 varð hann svo framkvæmdarstjóri félagins og hefur verið í því starfi síðan þá. Hann er eini maðurinn í sögu NBA sem hefur hlotið verðlaun sem mikilvægasti leikmaðurinn, þjálfari ársins og framkvæmdarstjóri ársins í NBA deildinni.
Talið er að Flórída liðið Orlando Magic hafi áhuga á að ráða Bird sem framkvæmdarstjóra liðsins (General manager) en Rob Hennigan var vikið úr starfi eftir tímabilið. Hjá Orlando myndi Bird hitta fyrir Frank Vogel sem starfaði sem þjálfari og aðstoðarþjálfari hjá Indiana á árunum 2007-2016. Það var einmitt Larry Bird sem vék honum út starfi þjálfara liðsins fyrir ári síðan.
Larry Bird is stepping down as Pacers president, league sources tell @TheVertical. Kevin Pritchard will take over basketball operations.
— Adrian Wojnarowski (@WojVerticalNBA) April 28, 2017
Bird is expected to continue on as a consultant, working with Pritchard and the Pacers front office, league sources tell @TheVertical.
— Adrian Wojnarowski (@WojVerticalNBA) April 28, 2017
Sources: For now, Bird's plan is consulting, but Orlando's search firm has been asking around about him as possible candidate for president.
— Adrian Wojnarowski (@WojVerticalNBA) April 28, 2017