spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaLangþráður heimasigur hjá ÍA

Langþráður heimasigur hjá ÍA

ÍA tók á móti Reyni frá Sandgerði í 2. deildinni seinnipartinn í dag  Bæði lið höfðu leikið 2 leiki á tímabilinu, ÍA unnið einn og tapað einum á meðan Reynir hafði tapað báðum sínum leikjum.

Liðin hafa bæði verið að ganga í gegnum erfiða tíma er varðar sigurleiki í deildarkeppni.  ÍA hafði ekki unnið heimaleik síðan 5. janúar 2017 og Reynir Sandgerði ekki unnið útileik síðan 6. janúar 2017.  Það var því mikið undir hjá báðum liðum að landa sigri, en eins og alltaf í körfuboltaleikjum, gat bara annað liðið gengið af velli með sigur.

Leikurinn fór ágætlega af stað hjá báðum liðum, ÍA spilaði góða pressuvörn sem Reynismenn áttu eftitt með að finna svör við.  Skagamenn náðu þá nokkrum auðveldum sniðskotum eftir að hafa stolið boltanum og fyrrihálfleikur heimamanna einkenndist nokkuð af villa karfa góð, sem skilaði nokkrum 3ja stiga sóknum.
Sandgerðingar gerðu vel í fyrrihálfleik að sókanarfrákasta en náður því miður fyrir þá ekki að nýta sér það og Skagamenn kláruðu fyrrihálfleikinn 61-44 og útlitið gott fyrir heimamenn en á brattann að sækja hjá gestunum
.
ÍA hefur oftar en ekki “skrópað” í 3. leikhluta í undandförnum leikjum, en þeir mættu heldur beturtil leiks í þriðja í dag og juku forystuna um 7 stig. Sandgerðingar komu svo aðeins til baka í 4. leikhluta en það var of seint og dugði ekki til og lokatölur í leiknum voru 103 – 85 heimsasigur ÍA, sá fyrsti í rúman 21 mánuð.  Það má því segja að sigurinn hafi verið langþráður fyrir ÍA, án þess að ýkja nokkurn skapaðan hlut.

Besti maður vallarins var Chaz hjá ÍA en hann setti niður 29 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst auk þess að stela nokkrum boltum.  Einnig var Arnar Smári flottur og Sindri Leví átti góða spretti.
Hjá gestunum var Eðvald stigahæstur með 17 stig og Máni kom flottur inn af bekknum með 11 stig og 6 fráköst.

Tölfræði leiksins:

Gangur leiksins
34-24, 27-20.  24-17, 18-24

ÍA 40 fráköst, 20 stoðsendingar
RS 46 fráköst, 19 stoðsendingar

ÍA:

Chaz 29 stig, 6 fráköst, 8 stoðsendingar

Arnar Smári 21 stig, 2 fráköst, 3 stoðsendingar

Sindri Leví 16 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar

Jón Frí 8 stig, 9 fráköst

Ómar 8 stig, 3 fráköst, 1 stoðsending

Hjalti 6 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar

Ragnar 6 stig, 2 fráköst, 1 stoðsending

Pálmi 5 stig, 4 fráköst, 1 stoðsending

Elvar 2 stig, 3 fráköst

Gunnar 2 stig, 1 frákast

Jón Trausta

Gabríel

Reynir Sangerði:

Eðvald 17 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar

Máni 11 stig, 6 fráköst, 1 stoðsending

Kristján Þór 11 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar

Aðalsteinn 11 stig, 3 fráköst, 1 stoðsending

Viðar 9 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar

Sigurður Friðrik 7 stig, 7 fráköst, 1 stoðsending

Garðar 6 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar

Jón 6 stig, 6 fráköst

Sindri 5 stig, 4 fráköst, 2 stoðsensingar

Gestur Leó 2 stig, 5 fráköst, 1 stoðsending

Arnar Þór 1 stoðsending

Birgir Snorri

 

Umfjöllun: HáGéHá

Mynd: Jónas H. Ottósson

 

Fréttir
- Auglýsing -