spot_img
HomeFréttirLangar þið að dæma?

Langar þið að dæma?

Um næstu helgu stendur KKÍ fyrir tveimur dómaranámskeiðum dagana 8.-9. september 2018. Námskeiðin fara fram á Egilsstöðum og á Höfuðborgarsvæðinu. 

 

Á námskeiðunum verður farið yfir bóklega hlutann um reglur og aðferðarræði dómara í skemmtilegum fyrirlestri sem endar á prófi. Á sunnudegi fer svo fram verklegur þáttur þar sem dæmt er í leik hjá yngriflokk (hluti úr leik) undir leiðsögn kennarans.

 

Dagskrá námskeiðsins.

Laugardagur: Bóklegt / fyrirlestrar
Sunnudagur: Bóklegt + próf + verklegt próf

 

Reikna má með að námskeiðið standi frá kl. 09:00 – 16:00. 
Námskeiðsgjaldi er 7.000 kr.

 

Þeir dómarar sem standast prófið geta farið á niðurröðun KKÍ og hafið dómgæslustörf í kjölfarið.

 

Skráning fer fram hér. 

Fréttir
- Auglýsing -