spot_img
HomeFréttirLandsmót: ÍBH gerði út um leikinn í upphafi

Landsmót: ÍBH gerði út um leikinn í upphafi

15:39

{mosimage}
(Sigurlið ÍBH(Haukar) í dag)

Frábær byrjun Hafnfirðinga lagði grunninn að sigri þeirra í dag á Landsmótinu þegar þær mættu Keflavík. Haukastelpur sem spila undir merkjum ÍBH unnu 47-21, var þetta eini titilinn sem félagið hafði ekki unnið. Helena Sverrisdóttir lék með ÍBH og María Ben Erlingsdóttir með Keflavík, en þær tvær munu spila með amerískum skólaliðum næsta vetur.

Keflavík pressaði af krafti en reynslu mikið lið ÍBH átti ekki í neinum vandræðum með leysa pressuna og skoraði það grimmt úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Á meðan áttu Keflvíkingar í vandræðum með að komast að körfu andstæðinganna og gerðu þær t.d. enga körfu utan af velli í 2. leikhluta.

{mosimage}
(Helena skoraði 8 stig, gaf 6 stoðsendingar, stal 5 boltum
 og tók 5 fráköst ásamt því að verja 1 skot í leiknum)

ÍBH skoraði fyrstu körfu leiksins og komst fljótlega í 9-2. Næstu fjögur stig komu frá Keflvíkingum og virtist stefna í rosalegan leik. Þá kom góður kafli hjá ÍBH og skoruðu þær 14 stig í röð og breyttu stöðunni í 23-6 þegar leikhlutinn var allur.

Lítið var skorað í öðrum leikhluta og þriðja leikhluta og skoruðu Keflvíkingar aðeins tvö stig af línunni í öðrum leikhluta og fimm stig í þeim þriðja, þar af komu þrjú þeirra á lokasekúndum leikhlutans. ÍBH-stelpur skoruðu sjö stig í hvorum leikhluta og höfðu 24 stiga forystu fyrir loka leikhlutann, 37-13.

{mosimage}
(Marín Rós Karlsdóttir stjórnaði leik Keflvíkinga)

Leikur Keflvíkinga batnaði aðeins í fjórða leikhluta og þær fóru að berjast aðeins. Þær skoruðu fimm stig í röð um miðjan leikhlutann en það var ekki nóg og Hafnfirðingar bættu við enn einum titli í safnið.

Miklu meiri ákefð var í ÍBH og áttu þær sigurinn fyllilega skilið.

Stigahæst hjá ÍBH var Kristrún Sigurjónsdóttir með 15 stig og Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 13.

Hjá Keflavík var Svava Ósk Stefánsdóttir með 6 stig og María Ben Erlingsdóttir skoraði 5.

mynd og umfjöllun: [email protected]

{mosimage}
(Unnur Tara Jónsdóttir lék vel í dag fyrir ÍBH og stal 5
 boltum ásamt því að skora 13 stig og taka 6 fráköst)

{mosimage}
(Pálína Gunnlaugsdóttir lék í fyrsta skipti gegn fyrrverandi
 samherjum sínum í dag)

Fréttir
- Auglýsing -