spot_img
HomeFréttirLandsliðsþjálfari Tyrklands gekkst undir aðgerð

Landsliðsþjálfari Tyrklands gekkst undir aðgerð

Svartfellingurinn Bogdan Tanjevic lagðist inn á spítala á dögunum með innvortis verki. Gekk hann undir aðgerð og er talin á batavegi. Tanjevic er bæði þjálfari Fenerbache í Tyrklandi sem og tyrkenska landsliðsins. Hann fær því það verðuga verkefni að stýra heimamönnum á heimsmeistaramótinu í haust þar sem heimamenn ætla sér stóra hluti enda með afar hæfileikaríka leikmenn innan sinna raða.
 
Spítalavist Tanjevic gæti þó sett strik í reikninginn ef hann verður ekki búinn að ná sér að fullu þegar líður á sumarið.
Tanjevic er búinn að stjórna Tyrklandi síðan árið 2004 og náðu þeir sjötta sæti undir hans stjórn á HM 2006 sem er besti árangurs Tyrklands á stórmóti undir hans stjórn en í haust eru þeir á heimavelli og mikið tækifæri til að komast ofar á stórmóti.
 
Svartfellingurinn snjalli, sem leiddi Ítala til Evrópumeistaratitils árið 1999, vonast þó til að ná sér fyrir sumarið og stefnir á úrslitakeppnina með félagsliði sínu Fenerbache.
 
Það er afar mikilvægt fyrir heimamenn að Tanjevic, sem hefur unnið júgóslavneska, ítalska, franska og tyrkneska titilinn með félagsliðum, nái sér og geti tekið þátt í undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið enda væri það afar bagalegt ef þeir þyrftu að skipta þjálfara sínum til sex ára út með stuttum fyrirvara.
 
Árangur Tyrkneska landsliðsins undir stjórn Tanjevic á stórmótum:
HM 2010 ?????
EM 2009 8. sæti
EM 2007 11. sæti
HM 2006 6. sæti
EM 2005 9.12. sæti
 
Mynd: Bogdan Tanjevic ásamt stórstjörnu Tyrklands Hedo Turkoglu á æfingu tyrkneska landsliðsins
 
Fréttir
- Auglýsing -