spot_img
HomeFréttirLandsliðsþjálfari frá Spáni til Ísafjarðar

Landsliðsþjálfari frá Spáni til Ísafjarðar

 
 
Undirbúningur æfingabúða KFÍ í sumar er í fullum gangi og nú hefur KFÍ fengið staðfestingu frá Alejandro Martínez Plasencia um að hann sé væntanlegur í búðirnar. Alajandro Martínez er aðalþjálfari U18 ára landsliðs Spánar sem lenti í 5. sæti í Evrópukeppninni í ágúst 2009. Auk þessa þá þjálfar hann lið Laguna Canarias á Tenerife sem er í Adecco LEB oro deildinni á Spáni. www.kfi.is greinir frá.
Það er augljóslega mikill fengur að fá þjálfara með slíka reynslu og þekkingu til liðs við æfingabúðirnar í sumar. Að öllu óbreyttu munu búðirnar hefjast 6. júní og verður á allra næstu dögum tilkynnt endanlega staðfesta dagsetning og birt um leið hvar og hvernig leggja skuli pantanir inn. Stefnir allt í spennandi körfuboltabúðir á Ísafirði í júní 2010!
 
 
Ljósmynd/ U 18 ára lið Spánverja.
Fréttir
- Auglýsing -