Unglingar í félagsmiðstöðinni Öskju fengu óvænta heimsókn í vikunni er Kristófer Acox og Hörður Axel Vilhjálmsson leikmenn íslenska landsliðsins gáfu sér tíma í miðjum undirbúningi fyrir Eurobasket og litu við. Þeir félagar fóru á föstudagsmorgninum svo til Ungverjalands þar sem þeir mæta heimamönnum í síðustu æfingaleikjunum fyrir Eurobasket.
Félagsmiðstöðin Askja er fyrir ungmenni í 5-10 bekk Klettaskóla sem er sérskóli fyrir börn og unglinga með fötlun. Ungmennin sækja félagsmiðstöðina eftir skóla á veturnar en á sumrin stunda ungmennin sumarnámskeið allan daginn í Öskju og hefur verið líf og fjör í allt sumar. Til gamans má geta að Askja leitar nú af starfsfólki fyrir veturinn til að starfa með ungmennunum.
Kristófer og Hörður tóku þátt í körfubolta með ungmennunum, spjölluðu og kynntu sér starfið í Öskju. Mikil kátína var með heimsókn þeirra félaga enda ekki á hverjum degi sem íþróttamenn á leið á stórmót koma í heimsókn. Þeir félagar gáfu sér tíma fyrir myndatökur og leiki með ungmennunum.
Myndir af heimsókn þeirra má finna hér að neðan:
Myndir: Félagsmiðstöðin Askja