Skallagrímur hefur samið við Matt Treacy fyrir komandi átök í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Matt kemur í Skallagrím frá Snæfell, þar sem hann skilaði 22 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá hefur hann einnig verið hluti af írska landsliðinu á síðustu árum, en sem atvinnumaður hefur hann áður leikið í Sviss, á Spáni og í Danmörku ásamt heimalandinu Írlandi.



