spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLandsliðskona semur við Hamar/Þór

Landsliðskona semur við Hamar/Þór

Hamar/Þór hefur samið við Mariana Durán fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Mariana er reynslumikill leikstjórnandi sem kemur til Hamars/Þórs frá Grindavík, en þar skilaði hún 12 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þá hefur hún spilað með landsliði Venezuela í fjölda ára og félagsliðum m.a. á Ítalíu, Portúgal og víða í Suður-Ameríku.

Fréttir
- Auglýsing -