spot_img
HomeFréttirLandsliðsbræður frá Argentínu – annar í fótbolta og hinn í körfubolta

Landsliðsbræður frá Argentínu – annar í fótbolta og hinn í körfubolta

Nú þegar HM í fótbolta stendur sem hæst eru augu allra á Suður Afríku þar sem stórlið Argentínu er að sína snilldartakta. Í marki þeirra hvítu og bláu er Sergio Romero og hefur spilað afar vel á milli stanganna. En eldri bróðir hans Diego Romero á einnig möguleika að leika á HM í sumar en þó ekki í Suður Afríku heldur í Tyrklandi.
Diego Romero er í 14-manna æfingahópi Argentínu sem leikur æfingaleiki við Ástralíu og Kína á næstunni. Diego sem er öflugur miðherji lék með Florida State háskólanum í ACC fyrir nokkrum árum og þótti afar efnilegur. Meiðsli öftruðu því að hann reyndi fyrir sér í stærri deildum heimsins en hann skaddaði liðbönd tvisvar sinnum á ferli sínum í Flórída og er nú fyrirliði Gimnasia de Comodoro Rivadavia í heimalandinu.
 
Það verður fróðlegt að sjá hvort Diego komist í lokahópinn hjá Argentínu og leiki í Tyrklandi. En það hefur án efa ekki oft gerst að bræður taka þátt í heimsmeistaramótum á sama árinu í tveimur stærstu íþróttum heims.
 
Mynd: Sergio Romero leikur í marki Argentínu sem er eins og ávallt afar líklegt á HM í fótbolta
 
 
Fréttir
- Auglýsing -