Í dag eru tveir leikir á dagskránni hjá íslensku landsliðunum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Í báðum tilfellum mætast Ísland og Kýpur en það mun vera kvennaliðið sem ríður á vaðið kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Karlaleikurinn hefst svo kl. 16:15 en beina tölfræðilýsingu frá leikjunum má nálgast inni á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, www.kki.is