spot_img
HomeFréttirLandsliðið mætt á æfingamót í Austurríki

Landsliðið mætt á æfingamót í Austurríki

Í gærkvöldi lagði landslið karla af stað til Austurríkis þar sem strákarnir okkar munu taka þátt í sterku æfingamóti ásamt heimamönnum, Póllandi og Slóveníu. Mótið verður leikið dagana 12.-14. ágúst en öll liðin undirbúa sig fyrir komandi átök í undankeppni EM, EuroBasket 2017. Heimaleikir Íslands verða leiknir 31. ágúst gegn Sviss, 14. september gegn Kýpur og 17. september gegn Belgíu.

Alls fóru 14 leikmenn af 16 í æfingahóp út á mótið ásamt þjálfurum. 
Fararstjóri hópsins er Rúnar Birgir Gíslason s: 618-4910

Eftirtaldir leikmenn taka þátt í mótinu:

#  Nafn   ·   Leikstaða   ·   Fæðingarár   ·   Hæð   ·   Félagslið   ·   Landsleikir
4  Axel Kárason                                 PF 1983  192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 49
5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson         C 1991  218 cm Þór Þorlákshöfn (ISL) · 35 
6  Haukur Helgi Pálsson                    F 1992  198 cm Rouen Metropole Basket (FRA) · 40 
7  Sigurdur Gunnar Thorsteinsson     C 1988  204 cm Doxa Pefkon (GRE) · 47 
8  Hlynur Baeringsson                       C 1982  200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 95 
9  Jón Arnór Stefánsson                     SG 1982  196 cm Valencia (ESP) · 82
10  Ægir Þór Steinarsson                  PG 1991  182 cm San Pablo Inmobiliaria (ESP) · 32
11  Kristófer Acox                               PF 1993 196 cm Furman University (USA) · 3
12  Elvar Már Friðriksson                    PG 1994 182 cm  Barry University (USA) · 11
13  Hördur Axel Vilhjálmsson             PG 1988  194 cm Rythmos BC (GRE) · 48
14  Logi Gunnarsson                            SG 1981  192 cm Njarðvik (ISL) · 121
15  Martin Hermannsson                      PG 1994  194 cm  Étoile de Charleville-Mézéres (FRA) · 35
34 Tryggvi Snær Hlinason                 C 1997 215 cm Þór Akureyri (ISL) · 0
88 Brynjar Þór Björnsson                 SG 1988  192 cm  KR (ISL) · 46

Aðrir leikmenn í æfingahópnum eru Darri Hilmarsson og Ólafur Ólafsson sem munu bætast í æfingahópinn að nýju eftir mótið.

Þjálfari: Craig Pedersen. Aðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson.
Sjúkraþjálfari er Jóhannes Marteinsson og styrktarþjálfari er Gunnar Einarsson.

Dómari frá Íslandi á mótinu er Sigmundur Már Herbertsson.

Fréttir
- Auglýsing -