spot_img
HomeFréttirLandsliðið mætir Bosníu

Landsliðið mætir Bosníu

Þriðji leikur undankeppni Eurobasket 2019 fer fram í dag þegar Íslenska A-landslið kvenna leikur gegn Bosníu. Liðin sitja í öðru og fjórða sæti riðilsins eftir tvo leiki. 

 

Íslenska liðið freistar þess að sækja fyrsta sigurinn í keppninni en fyrstu tveir leikirnir töpuðust gegn Slóvakíu og Svartfjallalandi. Bæði töpin voru óþarflega stór og því mikill hugur í liðinu að ná betri úrslitum í þessum tveimur leikjum sem framundan eru. 

 

Einn nýliði er í hópnum sem hélt til Sarajevo í vikunni en það er Rósa Björk Pétursdóttir leikmaður Hauka. Sex leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið en ástæðan mun vera álag í skóla hjá þeim flestum. Hópinn má sjá í heild sinni hér en ein breyting var gerð á hópnum rétt fyrir brottför en Sigrún Sjöfn er enn meidd en í hennar stað var liðsfélagi hennar Jóhanna Björk Sveinsdóttir valin í liðið. 

 

Leikurinn fer fram kl 16:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Leikurinn gegn Bosníu er sá fyrri í tveggja leikja ferðalagi en Ísland mætir Svartfjallalandi á miðvikudag. 

Leikir dagsins:

 

 

Undankeppni Eurobasket 2019 – A-riðill

 

Bosnía – Ísland kl 16:00 (Í beinni á RÚV)

Svartfjallaland – Slóvakía kl 18:00

Fréttir
- Auglýsing -