spot_img
HomeFréttirLandsliðið í aðalhlutverki í magnaðri auglýsingu Dominos

Landsliðið í aðalhlutverki í magnaðri auglýsingu Dominos

Íslenska körfuboltalandsliðið fer af stað til Helsinki á morgun þar sem áfangastaðurinn er lokamót Eurobasket annað skiptið í röð. Gríðarleg stemmning hefur myndast síðustu daga og ekki laust við að eftirvænting stuðningsmanna verði óbærileg innan nokkurra daga. 

 

Dominos Pizza hefur stutt körfuboltahreyfinguna dyggilega síðustu ár og gerði auglýsingu þar sem landsliðið okkar er í aðalhlutverki. Ekki bara leikmennirnir heldur mæður þeirra. Auglýsingin spilar með tilfinningar og veldur gæsahúð. Með auglýsingunni er kveðja frá Dominos til landsliðsins og er það hvatt til dáða. 

 

Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma hefst svo mótið er Ísland stígur á völlinn gegn sterku liði Grikklands. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.

 
Auglýsingu Dominos má finna hér að neðan: 

Fréttir
- Auglýsing -