spot_img
HomeFréttirLaMelo Ball talinn líklegastur til þess að fara fyrstur í nýliðavalinu

LaMelo Ball talinn líklegastur til þess að fara fyrstur í nýliðavalinu

Gert er ráð fyrir að bakvörðurinn LaMelo Ball verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar sem fer fram þann 18. nóvember samkvæmt Jonathan Givony hjá ESPN.

Fyrirfram er gert ráð fyrir að Ball, Jonathan Wiseman og Anthony Edwards muni skipa sér í þrjú efstu sætin og að þó sé ekki loku fyrir það skotið, þá væri það virkilega óvænt ef einhver þeirra félli niður fyrir þriðja valrétt.

“Það væri ekki nema að skipti myndu setja fyrstu valréttina alla upp í loft sem að LaMelo Ball, Anthony Edwards og Jonathan Wiseman færu ekki með fyrstu þremur valréttunum. Flestir sérfræðingar liða eru að vinna í kringum að Ball fari númer eitt, þá annaðhvort til Minnesota Timberwolves eða til liðs sem að skiptir við þá til að eignast valréttinn”

Ball, Edwards & Wiseman

Bætir Givony við að hann telji að Chicago Bulls, Detroit Pistons og Oklahoma City Thunder ættu öll að reyna að skipta og ná fyrsta valréttinum af Timberwolves. Eins og staðan er núna eru Bulls með 4. valrétt, Pistons þann 7. og Thunder 25., en hvert lið þyrfti til þess að láta annaðhvort framtíðarvalrétti, leikmenn eða bæði til þess að færast upp.

Þá segir Givony einnig að þau lið sem séu opin fyrir því að skipta á valréttum sínum séu Timberwolves með fyrsta valréttinn og þá séu Golden State Warriors einnig að skoða möguleika sína með annan valréttinn.

Ljóst er að spennan er mikil fyrir vali þessa árs, sem þó er ekki talið jafn sterkt og mörg önnur ár. Talið er að deildin muni opna á leikmannamarkaðinn nokkrum dögum áður en að valið fer fram og samkvæmt heimildum mun hann fara fjörlega af stað.

Hérna er hægt að lesa spá Bleacher Report fyrir nýliðavalið

Fréttir
- Auglýsing -