spot_img
HomeFréttirLaKiste Barkus: Leiktíðin einn stór skóli fyrir okkur

LaKiste Barkus: Leiktíðin einn stór skóli fyrir okkur

20:46
{mosimage}

(LaKiste Barkus) 

Bakvörðurinn LaKiste Barkus var leikmaður í úrvalsliði umferða 18-24 í Iceland Express deild kvenna í dag. Barkus hefur nú sungið sitt síðasta í íslensku deildinni þetta tímabilið þar sem Hamar komst ekki í úrslitakeppnina og framundan í apríl eru æfingabúðir fyrir WNBA deildina þar sem samningslausir leikmenn koma saman og sýna hæfileika sína í von um að heilla forsvarsmenn liðanna í WNBA deildinni. 

,,Fyrir Hamarsliðið var leiktíðin einn stór skóli, mér fannst liðið taka framförum allt tímabilið en það er vissulega pirrandi að þurfa að fara heim svo snemma. Við lærðum samt mikið og náðum að vaxa sem lið á mörgum sviðum,” sagði Barkus í samtali við Karfan.is en í umferðum 18-24 gerði hún að jafnaði 28,0 stig í leik. 

Hvað sér Barkus í framtíðinni hjá Hamarsliðinu?
,,Stelpurnar munu örugglega láta vel til sín taka því Ari er góður þjálfari og leikmenn liðsins ávallt tilbúnir að leggja það á sig sem þarf til að ná framförum. Hamar býr yfir yngri leikmönnum sem hafa vaxið mikið í ár og eru færar um mikla hluti strax á næstu leiktíð,” sagði Barkus en hvernig verður framhaldið hjá henni sjálfri? 

,,Ég fer í svokallað ,,free agent camp” fyrir WNBA deildina og svo gæti ég í framtíðinni vel hugsað mér að leika aftur á Íslandi. Framtíðin er samt óákveðin en ,,campið” hefst þann 6. apríl næstkomandi og áður en ég fer mun ég æfa aðeins með Ágústi (Björgvinssyni landsliðsþjálfara kvenna) og vonandi getur hann hjálpað mér í mínum leik,” sagði Barkus en í dag er það hennar helsta markmið að leika í WNBA deildinni. 

,,Ég hef notið þess að leika hér þessi tvö tímabil og er spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Barkus í samtali við Karfan.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -