LA Lakers unnu sigur á Denver Nuggets í toppslag Vesturdeildar NBA í nótt, þrátt fyrir slakan leik Kobe Bryant. Ron Artest og Lamar Odom fóru fyrir Lakers, sem höfðu tapað fyrstu tveimur leikjunum gegn Denver í vetur.
Með sigrinum færðust Lakers nær Cleveland Cavaliers á toppi NBA og eru nú einum leik á eftir þeim í vinningshlutfalli, en Denver eru 5 og 1/2 leik á eftir Lakers í öðru sæti Vesturdeildarinnar.
Á meðan unnu Orlando Magic Miami Heat í grannaslag á Flórída þar sem Dwayne Wade lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli, San Antonio vann Phoenix og Dallas vann sinn sjöunda sigur í röð er þeir lögðu New Orleans.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og Video:
San Antonio 113 Phoenix 110
LA Lakers 95 Denver 89
Atlanta 106 Milwaukee 102
New Jersey 85 Washington 89
Oklahoma City 119 Toronto 99
Orlando 96 Miami 80
Sacramento 97 LA Clippers 92
Dallas 108 New Orleans 100



