spot_img
HomeFréttirLakers út af sporinu

Lakers út af sporinu

07:52:01
 Indiana Pacers stöðvuðu sigurgöngu LA Lakers í dramatískum leik í nótt þar sem Troy Murphy skoraði sigurkörfuna um leið og lokaflautið gall.

Meðal annarra úrslita í nótt má geta þess að Detroit vann San Antonio, Dallas rétt marði Clippers og Denver rústaði Toronto með nærri 40 stiga mun.

Úrslit næturinnar fylgja hér að neðan:
Lakers virtist á góðri leið með að tryggja sér enn einn sigurinn í Indiana í nótt eftir að þeir skoruðu 17 stig í röð í lok 3. Leikhluta og breyttu stöðunni í 101-86.  Nýstirnið Danny Granger og Troy Murphy voru hins vegar ekki á því að leggja árar í bát og keyrðu sína menn aftur inn í leikinn í upphafi þess fjórða og var leikurinn í járnum eftir það.

Eftir að Kobe Bryant hafði komið sínum mönnum einu stigi yfir fékk Indiana síðustu sóknina  í leiknum. Marquis Daniels átti skot af stuttu færi sem geigaði en Murphy, sem var með 17 fráköst í leiknum, blakaði boltanum að körfunni og eftir að hann skoppaði tvisvar af hringnum datt hann ofan í. Eftir að dómarar höfðu horft á atvikið á myndbandi var karfan dæmd góð og Indiana sigraði.

Bryant var með 28 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 20, en hjá Pacers var Granger með 32 stig og frábæra nýtingu.

Úrslit næturinnar:

LA Lakers 117
Indiana 118

Portland 104
New York 97

Washington 108
New Jersey 88

Philadelphia 103
Chicago 95

Detroit 89
San Antonio 77

LA Clippers 98
Dallas 100

Toronto 93
Denver 132

Utah 99
Sacramento 94

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -