spot_img
HomeFréttirLakers unnu tíunda leikinn í röð

Lakers unnu tíunda leikinn í röð

Meistarar LA Lakers eru á fljúgandi ferð þar sem þeir unnu í nótt sinn tíunda leik í röð. Fórnarlambið að þessu sinni voru Utah Jazz, en eftir nokkuð jafnan leik framan af, skelltu Lakers algerlega í lás í vörninni í fjórða leikhluta. Þar settu Jazz einungis sex stig, þar af tvær körfur utan af velli, en eins og Pau Gasol sagði eftir leikinn, „voru Jazz í ruglinu“ og ekki hægt að þakka sterkum varnarleik alfarið fyrir.
 
 
 
 
Meðal annarra úrslita í nótt má geta þess að Cleveland tapaði fyrir Houston, og Philadelphia 76ers tapaði fyrir Detroit Pistons þar sem Allen Iverson skoraði 11 stig fyrir Sixers, sem hafa þá tapað báðum leikjunum eftir að hann kom aftur til liðsins.
Úrslit næturinnar (Tölfræði):
 
Indiana 91 Portland 102
Atlanta 118 Chicago 83
Philadelphia 86 Detroit 90
New Jersey 89 Golden State 105
Milwaukee 117 Toronto 95
Minnesota 96 New Orleans 97
San Antonio 118 Sacramento 106
Houston 95 Cleveland 85
LA Lakers 101 Utah 77
 
 
Fréttir
- Auglýsing -