Meistarar L.A. Lakers unnu í nótt eftir að hafa tapað fjórum leikjum í röð. Lögðu þeir lið Sacramento Kings að velli á heimavelli 113-80. Kobe Bryant var með 22 stig fyrir Lakers og Jason Thompson setti 19 fyrir Sacramento.
Dallas er heitasta lið NBA þessa dagana en þeir unnu sinn áttunda leik í röð í nótt en að þessu sinni var það Utah sem tapaði fyrir þeim. Dirk Nowitzki var með 26 stig og Paul Millsap 19 fyrir Utah.
Lið Houston virðist vera komið á siglingu eftir rólega byrjun á tímabilinu. Í nótt lögðu þeir Memphis 111-127 þar sem Kevin Martin var með 28 stig fyrir Houston og hjá heimamönnum í Memphis skoraði Rudy Gay 29 stig.
Önnur úrslit:
Phoenix-Indian 105-97
Denver-LA Clippers 109-104
San Antonio-Minnesota 107-101
New Orleans-New York 92-100
Boston-Chicago 104-92
Detroit-Orlando 91-104
Atlanta-Philadelphia 93-88
Washington-Portland 83-79
Toronto-Oklahoma 111-99
Mynd: Kevin Garnett var með 20 stig og 17 fráköst er Boston fór létt með Chicago í nótt.




