spot_img
HomeFréttirLakers unnu í framlengdum leik

Lakers unnu í framlengdum leik

{mosimage}
03:26:33

LA Lakers unnu sigur á Orlando Magic í framlengdum spennuleik í nótt, 101-96, en með því eru Lakers komnir í 2-0 í úrslitaeinvíginu.
Eftir afhroð í síðasta leik mættu Magic-menn reiðubúnir til leiks og gáfu ekki tommu eftir, enda var leikurinn í járnum frá fyrstu mínútu að lokaflauti. Að vísu var lítið varið í spilamennsku liðanna framan af þar sem sóknarleikur beggja var í molum, en baráttan var þeim mun meiri.

Leikmenn voru ólíkt hressari þegar komið var fram í annan leikhluta, en þá sérstaklega Rashard Lewis, framherji Orlando. Hann gerði 18 stig í leikhlutanum, flest úr langskotum, en að vísu gerðu magic bara 20 stig í leikhlutanum. Á meðan voru Kobe Bryant, Lamar Odom og Pau Gasol að hrökkva í gang hjá Lakers.
Staðan í hálfleik var 35-40 fyrir Lakers og seinni hálfleikur bauð upp á sömu dagskrá. Mikil barátta og skemmtilegur leikur áhorfs. Undir lok vernjulegs leiktíma voru liðiun jöfn að stigum og héldu í framlengingu  þar sem Lakers voru sterkari og fögnðu innilega fyrir fullu húsi þar sem allir áhorfendur voru staðnir upp úr sætum sínum í framlengingunni.
Núna færist einvígið til Orlando þar sem leiknir verða þrír leikir áður en snúið verður aftur til LA.
Stigahæstir hjá Lakers voru: Bryant 29, Gasol 24/10, Odom 19, Fisher 12. Hjá Orlando: Lewis 34/11, Turkoglu 22, Howard 17/16.


Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -