{mosimage}
03:26:33
LA Lakers unnu sigur á Orlando Magic í framlengdum spennuleik í nótt, 101-96, en með því eru Lakers komnir í 2-0 í úrslitaeinvíginu.
Eftir afhroð í síðasta leik mættu Magic-menn reiðubúnir til leiks og gáfu ekki tommu eftir, enda var leikurinn í járnum frá fyrstu mínútu að lokaflauti. Að vísu var lítið varið í spilamennsku liðanna framan af þar sem sóknarleikur beggja var í molum, en baráttan var þeim mun meiri.