spot_img
HomeFréttirLakers taldir sterkasta lið NBA deildarinnar af Bleacher Report

Lakers taldir sterkasta lið NBA deildarinnar af Bleacher Report

Bleacher Report gaf í dag út uppfærslu á kraftröðun fyrir 2020-21 NBA tímablið sem hefst innan nokkurra vikna. Áætlun deildarinnar er farin af stað, þar sem að í dag mættu leikmenn flestra liða til æfingabúða með félögum sínum, æfingaleikir hefjast 11. desember og deildarkeppnin fer af stað 22. desember. Er þetta minnsta frí sem leikmenn deildarinnar hafa fengið frá upphafi, en það verða rétt um 60 dagar frá síðasta leik úrslita síðasta tímabils þegar að deildin rúllar af stað.

Leikmannamarkaður deildarinnar hefur verið líflegur síðustu daga og vikur, þar sem mikið af leikmönnum í minni rullum hafa skipt um lið, en enn er gert ráð fyrir að einhverjar stjörnur eigi eftir að gera slíkt hið sama áður en deildin fer af stað aftur.

Listann er í heild hægt að lesa hér, en á honum eru meistarar Los Angeles Lakers efstir, LA Clippers í öðru og Miami Heat í því þriðja. Efstu 16. sætin er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Kraftröðun BR NBA 2020-21:

 1. Los Angeles Lakers
 2. LA Clippers
 3. Miami Heat
 4. Milwaukee Bucks
 5. Denver Nuggets
 6. Brooklyn Nets
 7. Boston Celtics
 8. Philadelphia 76ers
 9. Dallas Mavericks
 10. Utah Jazz
 11. Golden State Warriors
 12. Toronto Raptors
 13. Portland Trail Blazers
 14. Indiana Pacers
 15. Houston Rockets
 16. Atlanta Hawks
Fréttir
- Auglýsing -