spot_img
HomeFréttirLakers rassskelltir

Lakers rassskelltir

e
San Antonio Spurs sýndu á sér klærnar svo um munar í nótt þegar þeir gengu frá liði Lakers á heimavelli. 19 stiga sigur leit dagsins ljós og er þetta 49 stiga sveifla frá úrslitumm síðasta leiks.  Það voru þó gestirnir frá “Engla borginni” hófu leikinn betur og komust í forystu snemma. En í öðrum leikhluta hófst árás Spurs á körfu Lakers sem skilaði þeim 10 stiga forskoti í hálfleik.

Í þriðja fjórðung var stöðu baráttan mikil og nánast járn í járn hjá liðunum. Hart var barist en gestirnir náðu hinsvegar ekki að höggva á það forskot sem heimamenn höfðu byggt. Fyrir síðsta fjórðung voru heimamenn með 12 stiga forskot og mættu þeir dýrvitlausir til leiks. Síðasti fjórðungur verður seint minnst fyrir góðan varnarleik þar sem bæði lið skoruðu yfir 25 stig og heimamenn settu heil 34 stig sem var of stór biti fyrir Lakers.  

Manu Ginobili var sjóðandi heitur fyrir heimamenn og setti á tímum alveg ótrúlegar körfur niður, kappinn kom af bekknum og setti niður 30 stig. Duncan einnig með stórleik 22 stig og 21 frákast  og svo var Tony Parker öflugur með 20 stig . 

Kobe var að venju atkvæðamestur hjá Lakers með 30 stig, næstur honum kom Pau Gasol með 15 en aðrir minna og lið Lakers þarf meira frá mönnum eins og Odom (7 stig) og Fisher ( 2 stig , 3 stoðir) til að sigra Spurs á útivelli.

Fréttir
- Auglýsing -