7 leikir fóru fram í NBA deildinni vestanhafs í nótt. Í Los Angeles tóku meistarar Lakers á móti lánlausu liði Minnesota Timberwolves og fór svo að Lakers vann nauman 99-94 sigur. New Orleans Hornets tóku á móti enn lánlausara liði Los Angeles Clipper og unnu öruggan 101-82 sigur.
Þá tóku Indiana Pacers á móti Denver Nuggets í Conseco Fieldhouse í Indianapolis. Fóru leikar svo að Pacers gersamlega völtuðu yfir Gullmolana frá Denver og unnu með 31 stigi, 144-113. Pacers skoruðu meðal annars 54 stig í þriðja leikhluta og skotnýtingin var út úr þessum heimi, 20 skot ofaní af 21 í 3. leikhluta, takk fyrir. Þá töpuðu meistaraefnin í Miami Heat á heimavelli fyrir Utah Jazz 114-116.
Úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.
Indiana Pacers-Denver Nuggets (144-113)
New Jersey Nets-Cleveland Cavaliers (91-93)
Miami Heat-Utah Jazz (114-116, Paul Millsap með 46 stig fyrir Jazz)
Milwaukee Bucks-New York Knicks (107-80)
New Orleans Hornets-Los Angeles Clippers (101-82)
Portland Trail Blazers-Detroit Pistons (100-78)
Los Angeles Lakers-Minnesota Timberwolves (99-94)
Ljósmynd/ Liðsmönnum New Orleans Hornets leiðist ekki þessa dagana.
Elias Karl



