spot_img
HomeFréttirLakers og Boston töpuðu - Cleveland vann

Lakers og Boston töpuðu – Cleveland vann

06:53:11
Andre Iguodala tryggði Philadelphia 76ers sigur á LA Lakers í nótt með 3ja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur voru 94-93, en Lakers köstuðu í raun frá sér sigrinum því þeir voru með 17 stiga forskot í 4.leikhluta, áður en 76ers tóku á rás.

Iguodala var með 25 stig fyrir Philadelphia og Pau Gasol var einnig með 25 stig yfir Lakers. Kobe Bryant var einungis með 11 stig og munar um minna þegar slíkur leikmaður nær sér ekki á strik.

Þá átti LeBron James enn einn stórleikinn þegar hann skoraði 43 stig fyrir Cleveland Cavaliers í sigri á Orlando Magic í toppslag í Austurdeildinni.

Loks töpuðu meistarar Boston enn einum leiknum, nú gegn Chicago Bulls, þrátt fyrir stórleiki hjá Paul Pierce og Rajon Rondo. Lokatölur voru 127-121 þannig að vörnin hefur greinilega ekki verið að virka hjá Boston. John Salmons skoraði 38 stig fyrir Chicago og Brad Miller skoraði 21 og tók 14 fráköst þannig að nýju leikmenn Chicago virðast vera að falla vel inn í liðið.
Hér eru öll úrslit næturinnar:

Orlando 93
Cleveland 97

Sacramento 97
Atlanta 119

Boston 121
Chicago 127

Detroit 101
Dallas 103

Minnesota 86
San Antonio 93

Washington 88
Utah 103

Philadelphia 94
LA Lakers 93

LA Clippers 120
Golden State 127

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -