LA Lakers hreinlega völtuðu yfir meistara SA Spurs í nótt í öðrum leik liðanna um úrslit í vestur deildinni. Heimamenn í Los Angeles komu trítil óðir til leiks og tóku strax forskotið í fyrsta leikhluta. Í þeim öðrum héldu þeir áfram að auka forskot sitt og meistararnir áttu fá svör við stórleik heimamanna. Níu stig skildu liðin í hálfleik og bjuggust flestir við að meistararnir myndu blása til sóknar í seinni háflleik.
En svo var ekki og niðurlægingin hélt áfram. Vörn gestanna var arfa slök og það nýttu Kobe Bryant og félagar sér til hins ítrasta. Fjórði leikhluti var einungis formsatriði. Ekkert var í spilunum að SA Spurs myndu ná að klóra í bakkann og enduðu þessi ósköp í 30 stiga sigri LA Lakers.
Kobe Bryant sem aðeins setti niður 2 stig í fyrri hálfleik skoraði í þetta skiptið nánast öll sín stig í fyrri hálfleik og endaði með 22 stig. Það var hinsvegar Lamar Odom sem var maður leiksins með 20 stig og 12 fráköst. Fátt var um fína drætti hjá Spurs þar sem að stigahæsti maður var Tony Parker með 13 stig. Tim Duncan setti niður 12 en náði einnig að hrifsa 16 fráköst.
Þar með hefur Lakers tekið 2-0 forystu í einvíginu. Næsti leikur er í kvöld í austurdeildinni þar sem einvígi Boston og Detroit hefur fært sig um set og leikið verður í Detroit í kvöld.
Lakers niðurlægðu meistara Spurs
Fréttir