LA Lakers jörðuðu Phoenix Suns í toppslag Vesturdeildar NBA í nótt þar sem góður varnarleikur í upphafi seinni hálfleiks skipti sköpum og gerði nær út um leikinn. Þetta var 9. sigur Lakers í röð, en þeir hafa að vísu leikið lang flesta leiki sína á heimavelli.
Í öðrum leikjum í nótt vann Cleveland Milwaukee, Miami vann Sacramento, Detroit vann Wahington og NY Knicks lögðu NJ Nets í grannaslag.
Hér eru úrslit næturinnar/Tölfræði:
New York 106 New Jersey 97
Milwaukee 86 Cleveland 101
Detroit 98 Washington 94
Sacramento 102 Miami 115
LA Lakers 108 Phoenix 88



