Í nótt fóru fram 11 leikir í NBA deildinni þar sem Los Angeles Lakers unnu slaginn við litla bróður í Clippers um Englaborgina með minnsta mun, 87-86. Þá var Ástralinn Andrew Bogut hetja Milwaukee Bucks í nótt þegar hann blakaði boltanum ofan í og tryggði Bucks 97-95 sigur á Indiana Pacers.
Kobe Bryant var stigahæstur í sigurliði Lakers með 24 stig en hjá Clippers var Eric Gordon með 24 stig og nýliðinn Blake Griffin bætti við 16 stigum og 11 fráköstum.
Danny Granger var með 26 stig í liði Pacers en Brandon Jennings var stigahæstur í sigurliði Bucks með 22 stig en mikilvægustu stig leiksins skoraði Andrew Bogut þegar hann tryggði Bucks sigurinn með ,,alley-up” sendingu úr innkasti þegar 0,5 sekúndur voru til leiksloka. Mögnuð tilþrif sem sjá má hér.
Önnur úrslit næturinnar:
Boston 105-89 Denver
Cleveland 83-88 Chicago
New York 113-110 Toronto
Minnesota 103-111 Oklahoma
New Orleans 93-74 Detroit
San Antonio 111-94 Golden State
Phoenix 98-104 Memphis
Utah 98-111 Miami
Sacramento 116-91 Washington
Mynd/Bogut var hetja Bucks í nótt