spot_img
HomeFréttirLakers lögðu enn eitt toppliðið - Celtics töpuðu fyrir einu versta liði...

Lakers lögðu enn eitt toppliðið – Celtics töpuðu fyrir einu versta liði deildarinnar

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í TD Garðinum í Boston máttu heimamenn í Celtics þola tap fyrir þriðja lélegasta liði deildarinnar Orlando Magic, 117-109. Þjóðverjinn Moe Wagner frábær fyrir Magic í leiknum með 25 stig og 8 fráköst á meðan að Jayson Tatum dró vagninn fyrir Celtics með 31 stigi. Eftir að hafa byrjað tímabilið nokkuð vel virðist flug Celtics eitthvað hafa verið að hægjast síðustu vikurnar, þar sem þeir eru rétt yfir 50% sigurhlutfalli í tíu síðustu leikjum sínum með 6 af 10, en stuðningsmenn hins löngu fallna stórveldis hafa hver af öðrum tendrað vonir sínar síðustu misseri að mögulega næði félagið að vinna sinn annan titil á þessari öld bráðlega.

Í Crypto Höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers nokkuð örugglega eitt af toppliðum Vesturstrandarinnar Denver Nuggets, 108-126. LeBron James hreint stórkostlegur fyrir Lakers í leiknum með 30 stig, 9 fráköst og ekki var vott af þreytu að sjá á leikmanninum þrátt fyrir að hann sé á sínu 20. tímabili. Fyrir Nuggets var verðmætasti leikmaður deildarinnar síðustu 2 tímabil Nikola Jokic atkvæðamestur með 25 stig. Sigurinn í raun nokkuð stór fyrir Lakers, sem hafa nú á aðeins nokkrum vikum náð að leggja nokkur af toppliðum beggja deilda og virðast vera að ná vopnum sínum eftir algjörlega vonlausa byrjun á tímabilinu.

https://www.youtube.com/watch?v=LjUEQIF9W7k

Úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks 125 – 106 Charlotte Hornets

Sacramento Kings 122 – 113 Detroit Pistons

Orlando Magic 117 – 109 Boston Celtics

Indiana Pacers 112 – 118 Cleveland Cavaliers

Golden State Warriors 106 – 118 Philadelphia 76ers

Brooklyn Nets 119 – 116 Toronto Raptors

New York Knicks 114 – 91 Chicago Bulls

Minnesota Timberwolves 112 – 110 Oklahoma City Thunder

Portland Trail Blazers 110 – 130 Dallas Mavericks

Denver Nuggets 108 – 126 Los Angeles Lakers

Fréttir
- Auglýsing -