spot_img
HomeFréttirLakers lá heima! (Myndband)

Lakers lá heima! (Myndband)

 Fyrsti tapleikur LA Lakers á heimavelli þessa leiktíðina varð að veruleika í gær þegar Phoenix Suns komu í heimsókn. Lokatölur í Staples Center voru 116-121 Suns í vil. Jason Richardson fór mikinn og gerði 35 stig í liði Suns. Myndband á Karfan Tv sýnir Kobe Bryant brydda uppá nokkuð skemmtilegu atriði.
Spánverjinn Pau Gasol lét vel fyrir sér finna hjá Lakers með 28 stig og 17 fráköst og Kobe Bryant gerði 25 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 9 fráköst og daðraði þarna alvarlega við magnaða þrennu.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Atlanta 111-105 Minnesota
Sacramento 94-100 Detroit
Oklahoma 104-117 San Antonio (7 í röð!)
New York 96-104 Houston
 
Ljósmynd/ Nash og félagar urðu fyrstir til að vinna Lakers í Staples Center. Nash gerði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar í leiknum.
 
Fréttir
- Auglýsing -