spot_img
HomeFréttirLakers komnir í úrslit NBA deildarinnar

Lakers komnir í úrslit NBA deildarinnar

08:28
{mosimage}

(Liðsmenn Lakers fögnuðu sigri á Vesturströndinni í nótt)

Los Angeles Lakers eru komnir í úrslit NBA deildarinnar og mæta annaðhvort Cleveland Cavaliers eða Orlando Magic í baráttunni um meistaratitilinn. Lakers og Denver Nuggets mættust í nótt í sínum sjötta leik þar sem Lakers höfðu betur 92-119 á heimavelli Denver, Pepsi Center.

Kobe Bryant fór fyrir sínum mönnum þegar Lakers tryggði sér sæti í úrslitum annað árið í röð og í þrítugasta skipti í heildina sem er met í NBA deildinni. Takist Phil Jackson að leiða Lakers til sigurs í deildinni verður það met og jafnframt tíundi meistaratitillinn hjá Jackson.

Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði heimamanna í nótt með 25 stig eða eitt stig fyrir hvert ár þar sem hann fagnaði 25 ára afmæli sínu í gær. Afmælisgjöfin var sumarfrí, sennilega ekki ofarlega á óskalistanum. Í liði Lakers var Kobe Bryant fyrirferðarmikill að vanda með 35 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -