spot_img
HomeFréttirLakers komnir í frí: Sópað með látum út í sumarið af Dallas

Lakers komnir í frí: Sópað með látum út í sumarið af Dallas

 
Meistarar síðustu tveggja ára, Los Angeles Lakers var áðan sópað með látum í sumarfríið af Dallas Mavericks sem vann seríuna 4-0 og leikinn áðan 122-86! Jason Terry fór á kostum í liði Dallas með 32 stig og 4 stoðsendingar en hann setti niður 9 af 10 þristum sínum í leiknum! Frábær nýting hjá Terry sem hefur komið grimmur af bekknum hjá Dallas í vetur.
Reyndar var bekkurinn hjá Dallas í miklu stuði og þrír stigahæstu leikmenn liðsins komu allir af bekknum, Terry með 32 og svo Jose Barea með 22 stig og 8 stoðsendingar og Peja Stojakovic bætti við 21 stigi. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki gat haft það tiltölulega náðugt með 17 stig og 7 fráköst. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 17 stig og Shannon Brown bætti við 15.
 
Dallas leikur því til úrslita í vestrinu gegn annaðhvort Memphis Grizzlies eða Oklahoma City Thunder.
 
Þá var þetta í fyrsta sinn í sögu Phil Jacksons sem hann lendir í því að vera sópað út úr úrslitakeppninni í NBA. Flestir búast við því að hann hafi nú sungið sitt síðasta með Lakers liðið.
 
Mynd/ Jason Terry setti niður 9 af 10 þristum sínum í leiknum áðan.
 
Fréttir
- Auglýsing -