spot_img
HomeFréttirLakers aftur í ekilssætinu - Unnu fyrsta leikinn í Boston

Lakers aftur í ekilssætinu – Unnu fyrsta leikinn í Boston

Meistar LA Lakers unnu frækinn sigur á Boston Celtics á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt og endurheimtu þannig frumkvæðið í seríunni, en Celtic unnu annan leikinn í LA. Lokatölur í nótt voru 84-91, en lykilmaðurinn í sigrinum var hinn gamalreyndi Derek Fisher sem barði sína menn saman fyrir lokasprettinn og skoraði sjálfur 11 stig í lokafjórðungnum.
 
 
Lakers byrjuðu betur og náðu góðu forskoti strax í fyrri hálfleik þegar þeir leiddu 37-20. Boston gáfust hins vegar ekki upp og minnkuðu muninn niður í fjögur stig í þriðja leikhluta og svo eitt stig, 67-68, snemma í fjórða leikhluta.
 
Þá tók Fisher við og skoraði fjórar af næstu fimm körfum Lakers og jók muninn í átta stig, sem Boston náðu aldrei að jafna.
 
Derek er leiðtoginn okkar,“ sagði Kobe Bryant. „ Hann lemur okkur saman og hvetur okkur til dáða. Þetta er það sem hann gerir og gerir frábærlega. Það er eins og hann hafi lag á að segja réttu hlutina á réttum tíma.“
 
Fisher var með 16 stig alls, en Kobe var stigahæstur með 29 stig. Pau Gasol var með 13 stig og 10 fráköst, Andrew Bynum var einnig með 10 fráköst og Lamar Odom var með 12 stig.
 
Hjá Boston var Ray Allen nærri öðru meti annan leikinn í röð, en eftir að hafa skorað fleiri 3ja stiga körfur en nokkur annar í úrslitarimmu, var hann einu stigi frá því að taka flest skot án þess að hitta, en hann klikkaði á öllum 13 skotunum sínum utan af velli. Derek Fisher getur tekið drjúgan hlut af ábyrgðinni á þessari frammistöðu því að hann var með Allen í harðri gæslu allan leikinn.
 
Kevin Garnett átti ágætan leik með 25 stig, en félagar hans náðu ekki að bakka það upp, þar sem Paul Pierce var með 15 stig, Glen Davis með 12 stig og Rajon Rondo með 11.
 
Eftir þrjá leiki leiða Lakers 2-1, en næstu tveir leikir fara einnig fram í Garden, heimavelli Celtics.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -