Boston Celtics og LA Lakers unnu bæði góða sigra í NBA deildinni í nótt, en á meðan máttu Phoenix Suns þola stórtap gegn NY Knicks og sínum gamla þjálfara, Mike D‘Antoni.
Lakers settust þannig í toppsæti Vesturdeildarinnar og eru raunar með besta vinningshlutfallið í deildinni eftir að hafa unnið sjö leiki í röð. Boston er efst í austrinu ásamt Orlando.
Hér eru úrslit næturinnar:
Toronto 102 Washington 106
Charlotte 90 Boston 108
New York 126 Phoenix 99
Denver 135 Golden State 107
Portland 100 Miami 107
LA Lakers 110 New Orleans 99