spot_img
HomeFréttirLagt til að 3+2 reglan verði sett á aftur

Lagt til að 3+2 reglan verði sett á aftur

Þing KKÍ 2017 fer fram á Laugardaginn þar sem kosið er í stjórn KKÍ og önnur mál sem koma til. Þingið er haldið annað hvert ár og er þá kosið um tillögur til næstu tveggja ára. Einnig er kosið í allar stjórnir og nefndir félagsins en einn maður er í framboði til formanns KKÍ og er það Hannes S. Jónsson núverandi formaður. 

 

Fimm tillögur liggja fyrir þinginu í ár og þar á meðal mál sem vekja ávalt athylgi og hafa verið ofarlega í umræðunni. Meðal annars liggur fyrir tillaga um að fjölga umferðum í 1. deild karla í þrjár umferðir svo leikið verði fleiri enn 18 leikir. 

 

Körfuknattleiksdeild KR leggur fram tillögu um að fjölga liðum í Dominos deild kvenna úr 8 í 12. Úrvalsdeildin verði þá opin og geti þá öll lið leikið í deildinni hafi þau fyllt skilyrði nýrra liða og leikið að minnsta kosti eitt tímabil í 1. deild kvenna. Fyrsta deildin verði þá uppbyggingardeild þar sem unglingaflokks lið geta skráð sig til leiks. Sigur í þeirri deild myndi ekki gefa sjálfkrafa sæti í efstu deild heldur keppt yrði um deildarmeistaratitil.  Breytingin yrði strax á næsta tímabili og á þá að vera í fimm ár. 

 

Einnig liggur fyrir breytingartillaga á grein um fjölda erlendra leikmanna. Tillagan felur í sér að tekið verður upp 3+2 reglan aftur en 4+1 reglan hefur verið í gildi síðustu ár. Það er að tveir leikmenn með erlendan ríkisborgararétt mega vera á vellinum á sama tíma í stað eins líkt og er núna. Þetta á við um Dominos deildirnar og 1. deildirnar eins og þær eru í dag. Reglurnar um fjölda erlendra leikmanna eru alltaf í umræðunni og mikil skoðanaskipti hafa átt sér stað á milli liða. 

 

Það eru 134 þingfulltrúar á þinginu í ár sem hafa atkvæðisrétt. Þeir eru frá öllum félögum landsins en fjöldi fulltrúa ræðst á stöðu félaganna í deildunum. 

Fréttir
- Auglýsing -