spot_img
HomeFréttirKyrie segist ekki sá eini sem upplifað hafi rasisma frá aðdáendum Boston...

Kyrie segist ekki sá eini sem upplifað hafi rasisma frá aðdáendum Boston Celtics “Það er á allra vitorði”

Brooklyn Nets lögðu í nótt lið Boston Celtics nokkuð örugglega í öðrum leik átta liða úrslita Austurstrandarinnar í NBA deildinni. Eru þeir því komnir með þægilega 2-0 forystu í einvíginu, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram. Nets höfðu áður unnið deildina á meðan að Celtics voru heppnir að sleppa inn í áttunda sæti úrslitakeppninnar. Það voru því Nets sem að fengu þessa fyrstu tvo heimaleiki, en síðan mun serían verða á heimavelli Celtics í Boston næstu tvo.

Bakvörður Nets og fyrrum leikmaður Celtics, Kyrie Irving var í viðtali hjá ESPN eftir þennan annan leik liðanna í Brooklyn í nótt þar sem hann var spurður út í hvernig hann vonaði að aðdáendur Celtics myndu taka honum á nýjan leik. Sagði Irving:

“Mig hlakkar til að keppa með liðsfélögum mínum, vonandi verður hægt að hafa þetta sem mest um körfubolta og láta rasisma og annað slíkt til hliðar”

Þegar hann var spurður enn frekar út í hvort hann hafi upplifað rasisma áður í TD Garðinum í Boston sagðist hann ekki vera sá eini sem hefði upplifað það og yppti öxlum.

Leikmenn hafa oft áður sagst hafa upplifað rasisma á völlum í Boston. Gosögnin Bill Russell, sem vann 11 NBA meistaratitla með Celtics kallaði Boston eitt sinn flóamarkað rasismans. Þá sagði hafnaboltamaðurinn Adam Jones árið 2017 opinberlega að aðdáendur Boston Red Sox hafi kallað hann n-orðinu. Enn frekar sagði Irving:

“Þetta er það sem það er og er á allra vitorði”

Irving lék með Celtics frá 2017 til 2019 og skipti yfir til Nets á frjálsri sölu eftir það. Síðan hann samdi við Brooklyn hefur Irving í tvígang spilað aftur í TD Garðinum, einn leik á undirbúningstímabilinu og svo aftur á jóladag 2020. Í hvorugt skiptið voru áhorfendur vegna samkomutakmarkana. Ljóst er að í þessari seríu Nets og Celtics verður raunin önnur, þar sem að 25% gesta verða leyfðir í höllinni á þriðja leiknum og þá verði það heldur meira á þeim fjórða

Fréttir
- Auglýsing -