spot_img
HomeFréttirKyle Johnson í Njarðtaksgryfjuna

Kyle Johnson í Njarðtaksgryfjuna

Njarðvík hefur samið við Kyle Johnson um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Johnson er 195cm framherji sem leikið hefur í deildum í Grikklandi, Frakklandi, Kanada og þá var hann á mála hjá Stjörnunni í Dominos deildinni í fyrra. Þar skilaði hann 14 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.

Samkvæmt fréttatilkynningu getur félagið ekki staðfest hvenær hann verði kominn í liðið, en vonast það til þess að það geti orðið sem fyrst.

Fréttir
- Auglýsing -