21:00
{mosimage}
Nú er leikjum kvöldsins að ljúka. Í DHL höllinni vann KR yfirburða sigur á Njarðvík, 103-48. Keflavík vann Stjörnuna 93-59 og ÍR vann Skallagrím 93-58. Í Iceland Express deild kvenna vann Fjölnir botnslaginn við Snæfell 84-65. Jason Dourisseau var stigahæstur KR inga með 18 stig en 6 KR ingar skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Friðrik Stefánsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 16 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst.
Gunnar Einarsson var sjóðandiheitur í Keflavík og skoraði 33 stig, hittir úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Jovan Zdravevski skoraði mest Stjörnumanna eða 15 stig og tók 13 fráköst.
Í Seljaskóla skoraði Hreggviður Magnússon 30 stig fyrir ÍR og Igor Beljanski 19 fyrir Skallagrím.
Ashley Bowan skoraði 33 stig fyrir Fjölnisstúlkur og Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Snæfell með 19 stig.



