Í dag hefur A-landslið kvenna leik á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg þegar liðið mætir Möltu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Karlaliðið hóf leik í gær þegar það kjöldró San Marínó en mætir heimamönnum í Lúxemborg í dag kl. 18:30.
Fjórir nýliðar leika sinn fyrsta A-landsliðsleik með kvennaliðinu í dag en það eru Keflvíkingarnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir, Hólmarinn Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsarinn Hallveig Jónsdóttir.
Mynd/ KKÍ – Nýliðarnir Hallveig, Ingunn, Sara og Hildur.