spot_img
HomeFréttirKvennalið U18 hefur leik í Rúmeníu í dag

Kvennalið U18 hefur leik í Rúmeníu í dag

Íslenska U18 ára kvennaliðið hefur í dag leik í B-deild Evrópukeppninnar í Búkarest í Rúmeníu. Fyrsti leikur liðsins er kl. 20:15 að staðartíma eða kl. 17:15 að íslenskum tíma. Fyrsti andstæðingur Íslands í riðlakeppninni er Lúxemborg en Ísland er í riðli með andstæðingum dagsins, Danmörku, Rúmeníu og Grikklandi.

Kvennaliðið hefur líka tekið að sér aðgang á Snappinu hjá Karfan.is, fylgist vel með ævintýrum þeirra þar: Karfan.is 

Ísland sat hjá á fyrsta keppnisdegi riðilsins en þá vann Rúmenía Lúxemborg 53-62 og Danir unnu Grikki 72-62. 

B-riðill Íslands

Fréttir
- Auglýsing -