U16 ára landslið kvenna hefur leik í dag í Evrópukeppni C-deildar en keppnin fer fram í Andorra. Fyrsti leikur liðsins er kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Malta er fyrsti andstæðingur Íslands á mótinu.
Hægt er að fylgjast með ævintýrum hópsins á Snapchat hjá Karfan.is
Ísland leikur svo aftur á morgun gegn heimakonum í Andorra en eftir það hefjast úrslit mótsins. Sjá leikjadagskránna hér.
Mynd/ Davíð Eldur: Frá leik U16 kvenna á NM 2015



