Kvennaliði Þórs hefur borist liðsstyrkur en þrjár ungar og efnilegar stelpur eru á leiðinni norður til að stunda nám og körfubolta.
Linda Marín Kristjánsdóttir – Ung stelpa fædd 1999 sem er að hefja nám í verkmenntaskólanum í haust. Hún kemur frá Ísafirði og lék með KFÍ í 1. deild kvenna síðasta vetur. Þar var hún með 7,8 stig og 5,4 fráköst í þeim leikjum leikjum sem var tekin tölfræði. KFÍ verður ekki með kvennalið í vetur og því ákvað þessi efnilega stelpa að skella sér til Akureyrar.
Bríet Lilja Sigurðardóttir – 17 ára stelpa sem kemur frá Sauðárkróki og lék með Tindastóli í vetur í 1. deild kvenna. Eins og KFÍ ætlar Tindastóll ekki að halda úti kvennaliði. Bríet hefur leikið með bæði U15 og U16 landsliðum Íslands. Hún skoraði 14,0 stig í leik á síðasta tímabili, tók 8,6 fráköst og gaf 2,0 stoðsendingar.
Jóhanna Rún Styrmisdóttir – Tvítug stelpa úr Grindavík sem leikið hefur með meistaraflokknum þar í nokkur ár og er því eð ágætis reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hefur einnig leikið með yngri landsliðum Ísland. Í vetur lék hún um 7 mínútur í leik og skoraði 1,8 stig og tók 1,4 frákast á þeim tíma.
Mynd: Linda María Kristjánsdóttir í leik með KFÍ gegn Fjölni



