spot_img
HomeFréttirKvennalið Hamars styrkir sig

Kvennalið Hamars styrkir sig

10:29
{mosimage}

Kvennalið Hamars hefur fengið liðstyrk í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta því króatíski leikstjórnandinn Iva Milevoj er á leiðinni til liðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is  

Milevoj er 23 ára gömul og 173 cm á hæð en hún lék með Winthrop-háskólanum þar sem hún var með 9,6 stig, 6,2 stoðsendingar og 2,2 stolna bolta í leik á sínu síðasta ári. Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars, vonast til að hér sé sterkur leikmaður. 

„Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir stelpurnar og mér finnst margir af ósigrunum hafa komið út af því að þær hafa ekki alveg trú á því að þær gætu unnið. Mig langar að sýna stelpunum að það vanti lítið upp á og þessi leikmaður á að hjálpa okkur í því," sagði Ari.  

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -