spot_img
HomeFréttirKvennalið Breiðabliks lagt niður

Kvennalið Breiðabliks lagt niður

14:01
{mosimage}

 

(Gunnhildur í leik með Breiðablik gegn Haukum B á síðustu leiktíð) 

 

Blikar munu ekki tefla fram kvennaliði í 1. deildinni á næstu leiktíð og hefur Pétur Hrafn Sigurðsson formaður Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks staðfest þessar fréttir við Karfan.is. Við fórum á stúfana og ræddum við Gunnhildi Ernu Theodórsdóttur sem var fyrirliðið kvennaliðsins í vetur og á lokahófi deildarinnar valinn besti leikmaður liðsins. Hún gerir nú upp hug sinn um hvort skórnir séu á leið á hilluna eða hvort hún gangi í raðir annars liðs.

 

Blikar verða ekki með kvennalið á næstu leiktíð. Hvað verður um leikmenn liðsins? 
Ekki voru margir leikmenn eftir í liðinu á síðustu leiktíð en við vorum fimm leikmenn sem vorum eftir síðustu leikina. Fríða er flutt til Svíþjóðar, Alex fer líklegast í Val ég veit ekki alveg hvað Kata og Nína ætla að gera. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég ekki ákveðið hvað ég mun gera, annað hvort fara skórnir upp í hillu eða ég fer að æfa annarsstaðar en draumurinn væri auðvitað að spila eitt lokatímabil í Njarðvík. 

Af hverju var ákveðið að leggja kvennaliðið niður? 
Breiðablik missti flest alla leikmennina sem spiluðu í 1. deildinni fyrir síðasta tímabil þannig að við vissum fyrirfram að þetta yrði erfitt. Við tókum okkur saman nokkrar eldri stelpur og langaði að æfa svona þrisvar í viku og svo voru ungu stelpurnar sem voru að koma úr unglingaflokki með okkur. Við vorum með 12 manna hóp í byrjun tímabilsins en svo helltist heldur betur úr lestinni. Við misstum nokkra leikmenn í önnur lið og tvær fóru í barneignafrí svo þurftu einhverjar að hætta vegna meiðsla þannig að í lok tímabilsins var þetta orðin nokkuð fámennt hjá okkur. Við ræddum um að hætta þegar við vorum bara fimm eftir og einn og hálfur mánuður eftir af tímabilinu en við ákváðum að klára tímabilið og við gerðum það en þó ekki áfallalaust. Við náðum til dæmis ekki í lið fyrir síðasta leikinn okkar og þurftum því að gefa hann. Ætli ástæðan fyrir því að liðið verði lagt niður sé þá ekki bara skortur á leikmönnum. 

Sérð þú fram á að kvennalið Blika verði sent til keppni á Íslandsmóti í náinni framtíð eða er ekki grundvöllur til að halda úti kvennakörfuboltaliði í einu stærsta sveitarfélagi landsins? 
Þrátt fyrir að meistaraflokkurinn sé lagður niður hjá Blikum þá hefur mikil uppbygging verið hjá yngri flokkunum og þá sérstaklega í kvennaflokkunum. Kvennaboltinn er á uppleið í Breiðablik en þar sem nokkuð langt er í að næsti flokkur gengur upp í meistaraflokk þá gætu þetta orðið nokkur ár. Elstu stelpurnar sem eru að spila núna hjá Blikum er 8. flokkur og þær erum með mjög sterkt lið og góða einstaklinga. Ég hef fulla trú á því að þær eigi eftir að spila sem meistaraflokkur eftir nokkur ár.

 [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -